Íþróttavika og listamðaur mánaðarins .

 í flokknum: Vinasel

Í þessari viku verður íþróttavika og bjóðum við börnunum að stunda nýja íþrótt á hverjum degi. Það verður boðið upp á bandí, körfubolta, keilu, boðhlaup og spretthlaup. Á föstudaginn verður síðan uppgjör íþróttaviku og haustfagnaður. foreldrar geta mætt á milli 15:00 og 16:00 og tekið þátt í íþróttum með börnunum eða komið á milli 16:00 og 17:00 og fengið kaffi og ávexti.

Í vikunni ætlum við líka að byrja á verkefni sem við höfum verið í gangi í nokkur ár og hefur verið mjög skemmtilegt. Verkefnið heitir „Listamaður mánaðarins“ og það sem felst í verkefninu er að við kynnum einn listamann fyrir börnunum og þau eiga síðan að gera verk í hans stíl. Listamaður september verður franski málarinn Henri Matisse. Það verður spennandi að sjá afraksturinn.

Við biðjum foreldra að vera dugleg að merkja föt barnanna og aðrar eigur sbr. brúsa. Við endum alltaf ár hvert með gífurlega mikið magn af óskilamunum sem við viljum endilega koma í réttar hendur.

Tölvupósturinn er lesin til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

Ef þið þurfið að nálgast okkur í síma þá eru þetta númerin sem hægt er að hringja í:

Fyrir hádegi: 411-5762

Eftir hádegi: 664-4330

Magnús Loftsson, forstöðumaður: 695-5038

Jolanta Maszkiewicz, aðstoðarmaður forstöðumanns: 664-7686

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt