í flokknum: Álfheimar

Nú styttist í lok haustannar í frístundaheimilinu Álfheimum. Það var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta á jólakaffi og föndur í seinustu viku.
Við munum halda áfram með okkar skemmtilegu dagskrá fram að jólum og hvet ég ykkur til að fylgjast vel með dagskránni svo að sem flest börn geti tekið virkan þátt. Ýmsir þemadagar eru framundan, ferðaklúbbar, jólakortaföndur, sönghópar og fleira skemmtilegt.
Í þessari viku verður mikið um að vera, við erum að föndra jólaföndur, börnin að útbúa jólagjafir, dansfjör, útinám,
Dagsetningar framundan:
– Fimmtudagurinn 14.desember er seinasti skráningardagur fyrir heila daga í Álfheimum (skráning fer fram á rafren.reykjavik.is).
– Þriðjudagurinn 19.desember – Seinasti hefðbundni skóladagurinn.
– Miðvikudagurinn 20.desember – Jólaböll hjá skólanum.
– Fimmtudagurinn 21.desember – Heill dagur í Álfheimum.
– Föstudagurinn 22.desember – Heill dagur í Álfheimum.
– Miðvikudagurinn 27.desember – Heill dagur í Álfheimum.
– Fimmtudagurinn 28.desember – Heill dagur í Álfheimum.
– Föstudagurinn 29.desember – Heill dagur í Álfheimum
– Þriðjudagurinn 2.janúar – Heill dagur í Álfheimum
– Miðvikudagur 3.janúar – Heill dagur í Álfheimum
Hvetjum alla til að nota frístundastyrkinn sem hvert barn á rétt á, 50.000kr í niðurgreiðslu á ári.
Við notum mikið facebook síðu Álfheima til að koma upplýsingum á framfæri og myndir úr starfinu og því bið ég ykkur að sækja um aðgang í grúppuna.
https://www.facebook.com/groups/1404372073012918/
Einnig setjum við inn fréttir á heimasíðuna okkar, http://midberg.is/fristundaheimili-6…/alfheimar/um-alfheima/ þar er einnig kynning á starfsmönnum Álfheima, myndir, dagskrár og fleira.
Mæli með að þið kíkið í óskilakassana til okkar.
Minna á að merkja öll föt barnanna ykkar vel og hafa auka sokka, nærbuxur, buxur og bol í töskunni.
Best er að hafa samband við Álfheima í gegnum tölvupóst alfheimar(hjá)reykjavik.is Síminn er 411-7553 og 664-4304
En einnig er hægt að senda á okkur Tönju. Tölvupóstarnir okkar eru tanja.osk.bjarnadottir(hjá)reykjavik.is og berglind.osk.gudmundsdottir(hjá)reykjavik.is

Bestu kveðjur og fyrirfram þakkir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, forstöðumaður og
Starfsmenn Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt