í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

 

Þá eru Álfheimar farnir af stað og komin smá mynd á starfið hjá okkur. Okkur gekk frekar erfiðlega að manna síðustu stöður, en það er allt á réttri leið.

Börnin í fyrsta bekk eru að verða öruggari í starfinu og annar bekkur búin að stilla sig af.

Það hefur verið mikið fjör í starfinu síðustu daga og heldur fjörið bara áfram.

 

Í þessari viku er svokölluð „Leikjavika“. Við munum kenna börnunum mismunandi leiki á hverjum þessa vika og enda vikuna svo á Haustfagnaði á föstudaginn, þá býðst ykkur foreldrum að koma og kynnast starfinu í Álfheimum, handbók Álfheima verður aðgengileg, við ætlum að kynna starfið sem við ætlum að vera með í vetur, ykkur gefst tækifæri á því að spila leikina með börnunum og bara njóta tíma með börnunum. Haustfagnaðurinn er á milli 15-17.

Leikir þessa viku verða:

  • Limbó
  • Boðhlaup
  • Blindrabolti
  • Þrautabraut

 

Í hverjum mánuði erum við að vinna með útinámstengd þemu og í septembermánuði erum við m.a að vinna með Laufblöð.  Börnin sem eru mikið í listasmiðjunni eru búin að útbúa möppur þar sem þau munum taka verkefnin sín með heim í lok annar, í stað þess að vera koma með eitt og eitt verkefni heim.

 

Börnin fá alltaf ávexti kl 15:30 og reynum við að hafa sem fjölbreyttast af úrvali ávaxta. Álfheimar vinna með í verkefninu heilsueflandi Breiðholt og reynum alltaf að velja holla og næringarríka hressingu.

 

Helstu símanúmer Álfheima eru

411-7553 og 664-4304.

Við viljum biðja ykkur að halda símtölum í þessa síma í lágmarki milli klukkan 12:00-17:00.

Best er að hafa samband fyrir klukkan 12 og í gegnum tölvupóst frístundaheimilisins alfheimar@reykjavik.is

Þessi ósk kemur til að raska sem minnst starfinu á frístundaheimilinu, það er mikið álag og því erfitt að vera taka mikið af símtölum á þessum tíma sem og eykur það lýkur á mistökum.

 

 

Minnum sérstaklega á að merkja öll föt og aukahluti þar sem við erum með gríðarlegt magn af óskilamunum ár hvert.

Klæða börnin eftir veðri og hafa auka buxur, nærbuxur og sokka í töskunni.

 

Við munum birta fréttir reglulega, sem og ljósmyndir frá starfinu.

Hvet ykkur eindregið til að sækja um aðgang að facbooksíðu Álfheima sem er mjög virk þar sem birtist ávallt dagskrá, fréttir, myndir og helstu upplýsingar.

Hér er slóðin á hana https://www.facebook.com/groups/392289034635239/

 

Dagsetningar framundan:

– September, Þema, útinám, Laufblöð.

– 21.september Haustfagnaður í Álfheimum.

– 4.-5.október Heilir dagar í Álfheimum, greiða þarf sérstaklega fyrir vistun á þessum degi.

– 17.-22. Október Vetrarleyfi og starfsdagur Álfheima.

– 22.október Hrekkjavökuskemmtun fyrir alla fjölskylduna í Miðbergi.

– 1. Nóvember, Næsta þema: Útileikir.

-5.-9.nóvember Vináttuvika.

-21.nóvember Heill dagur í Álfheimum.

-29.nóvember Foreldrakaffi og jólaföndur.

 

– Við viljum ítreka ef að breytingar verða á æfingum barnanna að þá þarf að skila inn blaði því til staðfestingar annars getum við ekki sent börnin á æfingar. Einnig ef börnin eru í pásu, mega ráða hvort þau fari á æfingarnar eða ekki þá verðum við að vita af því  🙂

Sími Álfheima 664-4304

tölvupóstur alfheimar@reykjavik.is

 

 

Bestu kveðjur

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt