Íþróttavika og opið hús

 í flokknum: Álfheimar

Það er mikið fjör og gleði í Álfheimum og börnin að taka virkan þátt í starfinu. Í  þessari viku erum við með íþróttaviku, kynnum börnunum fyrir mismunandi íþróttagreinum og erum með sýnikennslu á þeim. Í lok vikunnar ætlum við að vera með Haustfagnað,  kynningu á frístundaheimilinu og foreldrum (eða öðrum fjölskyldumeðlimum)  býðst til að koma og skoða frístundaheimilið, kynna sér vetrardagskrána og taka þátt með börnunum í starfinu. Haustfagnaðurinn fer fram nk. föstudag 20.september og geta foreldrar mætt á milli 15:00-17:00, ekki er skilyrði að vera allan tímann en gaman væri að sem flestir geti komið.

 

Hvet ykkur til að skoða dagskrána hér fyrir ofan😊

 

Búin er að opna fyrir skráningu á heila daga 2. og 3. október og er seinasti skráningardagur miðvikudagurinn 25.september. Ekki verður unnt að taka á móti óskráðum börnum á þessum degi.

 

Þegar skólinn er með lokað vegna foreldradaga, starfsdaga og páska og jólafríum þá er hægt að skrá börnin í Álfheima á heila daga frá 08:00-16:00.

Greitt er sérstaklega fyrir þá daga. Hver dagur kostar 2.071 kr.

 

 

Dagsetningar framundan:

16.-20.sept ( Íþróttavika ) þemavika á föstudeginum ætlum við að bjóða foreldrum að koma á opið hús í Álfheimum og kynnast starfinu frá kl 15-17.

  1. og 3.okt Foreldraviðtöl (Hægt að skrá á heila daga) (Seinasti skráningardagur er 25.september)

4.okt Starfsdagur Álfheima (Lokað í Álfheimum og skólanum)

24.-28.okt Vetrarleyfi (Lokað líka í Álfheimum)

29.okt (Bangsadagur í Álfheimum)

08.nóv Alþjóðlegur dagur gegn einelti.

21.nóv Jólakaffi Álfheima. Foreldrar velkomnir í Álfheima milli 15-17:00.

27.nóv Starfsdagur (Hægt að skrá á heila daga)

07.des Kærleiksdagur Miðbergs. (Góðgerðardagur)

11.des Jólahúfudagur í Álfheimum, börnin mega koma með jólahúfur á þessum degi 😊

23.des (Hægt að skrá á heila daga)

  1. og 30.des (Hægt að skrá á heila daga)
  2. og 3.jan (Hægt að skrá á heila daga)

 

Ef það verða breytingar á tölvupóstum, símanúmerum, æfingatímum, ofnæmi eða breyttum aðstæðum hjá barninu þá óskum við eftir upplýsingum um það.

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

411-7553

664-4304

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt