8.bekkjarferð, Rímnaflæði og Hólmaselspeysur

 í flokknum: Hólmasel

Nú styttist í árlega 8.bekkjarferð Hólmasel og þarf að greiða ferðina í síðasta lagi á dagvakt 13.nóvember. Við vonumst til að sem flestir úr 8.bekk í Seljaskóla og Ölduselsskóla komi með okkur í þessa skemmtilegu ferð. Ferðin er mjög gott hópefli fyrir árganginn og gott tækifæri fyrir starfsfólk til að kynnast unglingunum betur.

17.nóvember verður Rímnaflæði haldið í Fellaskóla. Rímnaflæði er rappkeppni Samfés sem er haldin í samstarfi við frístundamiðstöðina Miðberg. Jói P og Króli troða upp í dómarahlé og má búast við að fljótt verði uppselt á viðburðinn. Miðasala er hafin í Hólmaseli og kostar miðinn 500 kr. Miðasölu lýkur þriðjudaginn 14.nóvember.

Við erum aftur komin með í sölu hettupeysur merktar Hólmaseli. Peysan kostar 3000 kr og þarf að greiða hana í Hólmaseli fyrir 16.nóvember.

Við erum einnig búin að setja inn dagskrá fyrir nóvember bæði fyrir 8.-10.bekk og 5.-7.bekk sem má sjá undir dagskrá hér efst á síðunni.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt