Heimsóknir og fleira.

 í flokknum: Vinasel

Í þessari viku ætlum við að gera aðra tilraun til þess að fara í Hólmasel í heimsókn.  Við förum í dag og verðum komin aftur fyrir klukkan 16:00. Á fimmtudaginn ætlum við að fara í heimsókn í bókasafnið í Gerðubergi.  Í þessari fyrstu ferð ætlum við að leyfa krökkunum í 2. bekk að velja. Þau skrá sig í miðvikudaginn og við förum á fimmtudaginn. Við verðum komin aftur í Vinasel í kringum 16:00.

Við minnum á skráninguna fyrir páskana. Það eru dagarnir: mánudagurinn 10. apríl, þriðjudagurinn 11. apríl og miðvikudagurinn 12. apríl. Skráningin hefst í dag. Við biðjum foreldra að skrá börnin sín samviskusamlega og bendum á að ef þú hefur ekki fengið staðfestingapóst þá er barnið ekki skráð. Ef þið lendið í vandræðum með að skrá börnin getið þið alltaf leitað til okkar og fengið aðstoð. Síðasti dagur til að skrá sig er mánudagurinn 3. apríl. Skráningin fer fram á Rafrænni Reykjavík eða á umsokn.fristund.is

Við minnum á að ef það er verið að breyta daga fjölda sem barnið er skráð hjá okkur eða að segja upp plássi á frístundaheimilinu þá verður það að gerast fyrir 15. hvers mánaðar. Afskráning á dögum eða þegar verið er að segja upp plássi fer fram á Rafrænni Reykjavík.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt