Allt fer vel af stað í Bakkaseli

 í flokknum: Bakkasel

Vetrarstarfið hefur farið vel af stað í Bakkaseli. Við höfum verið ansi heppin með veður og nýtt okkur þetta fallega haustveður vel í útiveru. Þessi vika hefur verið tileinkuð leikjum og höfum við farið í ýmsa skemmtilega leiki saman. Við ætlum svo að enda vikuna á haustfagnaði milli klukkan 15:00 og 17:00 á föstudaginn. Munum við kynna vetrarstarfið fyrir foreldrum og eiga skemmtilegan eftirmiðdag saman. Vonandi sjáum við sem flesta á haustfögnuðinum.

Hér inni á heimasíðunni getið þið skoðað viðburðardagatal Bakkasels skólaárið 2018-2019. Þar má sjá alla helstu viðburði, heila daga og fleira.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt