Breiðholt Got Talent

 í flokknum: Álfheimar, Bakkasel, Bakkinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Hellirinn, Hólmasel, Hraunheimar, Hundraðogellefu, Óflokkað, Regnboginn, Vinaheimar, Vinasel

Hæfileikakeppnin Breiðholt Got Talent var haldin hátíðleg þann 9. febrúar síðastliðinn. Keppnin hefur verið haldin árlega í 8 ár og verður metnaðurinn meiri með hverju árinu sem líður. Gaman er að segja frá því að keppnin er einn stærsti barna- og unglinga viðburður sem haldinn er í Breiðholti.

Keppnin í ár var tvískipt. Fyrri part dags kepptu 6-9 ára börn af frístundaheimilum Breiðholts, en um kvöldið tókust unglingarnir á um titilinn. Hátíðarsalur Breiðholtsskóla var því fullur af áhorfendum allan daginn og stemningin var mjög góð. Atriðin voru einkar fjölbreytt og skemmtileg, allt frá saxafónleik og söng yfir í brandarahorn og dans. Það má því með sanni segja að börn og ungmenni í  Breiðholti séu stútfull af hæfileikum.

Það voru þær Elna Mattina Matthíasdóttir og Hrafnhildur Hanna Friðjónsdóttir sem sigruðu keppnina hjá barnastarfinu. Þær sungu lagið Ben með Michael Jackson, en hjá stelpunum hét lagið Vögguvísur. Alls kepptu 17 atriði um kvöldið í keppni unglinga. Þá var það Mikael Orri Baldursson sem bar sigur úr bítum, en hann söng lagið That’s What I Like með Bruno Mars. Við óskum þessum glæsilegu þátttakendum til hamingju með frábæran árangur.

 Myndir úr keppninni hjá barnastarfinu: http://www.ruv.is/frett/breidholt-got-talent-haldin-hatidleg
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt