Breiðholt got talent

 í flokknum: Bakkinn, Hellirinn, Hólmasel, Hundraðogellefu

Breiðholt Got Talent, hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna í Breiðholti var haldinn í ellefta skiptið fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Í ár tóku 11 atriði þátt í fullum sal af unglingum og var fjölbreytileikinn í fyrirrúmi. Keppnin virkaði þannig að þrír dómarar völdu þrjú bestu atriðin að þeirra mati og síðan kusu áhorfendur í sal það atriði sem þeim fannst best. Í úrslitum voru Sólbjörg og Rúna með frábært dansatriði, Marta Quental sem spilaði á saxafón með mikilli innlifun og Íris Þöll sem söng I´m still standing eftir Elton John á meðan hún skautaði á sviðinu á hjólaskautum. Eftir æsispennandi kosningar voru úrslitin þannig að Marta Quental lenti í 3.sæti, Íris Þöll tók 2.sætið og Rúna og Sólbjörg stóðu uppi sem verðugir sigurvegarar í ár.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af öllum keppendum á sviðinu…

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt