Félagsmiðstöðvadagurinn

 í flokknum: Hundraðogellefu

Miðvikudaginn 1. nóvember verður félagsmiðstöðvadagurinn haldinn með pompi og prakt í félagsmiðstöðinni hundraðogellefu. Félagsmiðstöðvadagurinn er haldinn árlega á sama tíma í öllum félagsmiðstöðvum landsins og er tilgangurinn að opna félagsmiðstöðvarnar fyrir foreldrum/forráðamönnum, ömmum og öfum, frændum og frænkum og öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvanna. Opið verður í félagsmiðstöðinni hundraðogellefu frá klukkan 18 til 21. Boðið verður upp á vöfflur, kaffi og djús. Þá verður spilað Bingó og skemmtilegir vinningar í boði. Við kvetjum alla til þess að mæta, fá sér vöfflu og kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og jafnvel taka einn bingóleik.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt