Fréttir frá Hólmaseli

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Hólmasel

Það má með sanni segja að síðasti mánuður hafi verið þéttur og skemmtilegur. Mars byrjaði á Stíl (Hönnunarkeppni Samfés) sem við fjölluðum um í síðasta fréttabréfi. Helgina eftir skelltum við okkur síðan á skíði með flottan hóp af unglingum. Skíðaferðin gekk eins og í sögu og voru allir mjög lukkulegir með ferðina. Í lok mánaðarins var síðan Samfestingurinn, við fórum með 85 unglinga og voru þau til fyrirmyndar báða dagana.  Venjubundin dagskrá undirbúinn af unglingum var á sínum stað og kom meðal annars Aron Mola til okkar með fræðslu um sjálfsmyndina sem var mjög vel sótt.

 

Páskaopnanir og Sumardagurinn fyrsti

Það verður mikið opið hjá okkur í kringum páskana. Það er í raun og veru eins opnun og venjulega nema að það er lokað frá Skírdegi 13.apríl til og með 17.apríl. Fimmtudaginn 20.apríl verður síðan Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlega hér í Hólmaseli eins og síðustu ár. Dagskráin byrjar af krafti kl.13:00 og er búinn kl.16:00. Það verður hoppukastali, grill, andlitsmálning og skemmtiarði yfir daginn en hátíðin verður betur auglýst síðar.

Reykjavík Hefur Hæfileika

Miðvikudaginn 26.apríl verður Reykjavík Hefur Hæfileika í Austurbæjarbíó nokkrir flottir unglingar frá okkur keppa fyrir hönd Breiðholts á þessari flottu hæfileikakeppni. Þessi viðburður er haldinn af öllu félagsmiðstöðvum Reykjavíkur og keppa bestu atriði hverrar frístundamiðstöðvar um titilinn. Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir 🙂

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt