Fréttir frá Hraunheimum

 í flokknum: Hraunheimar
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur í Hraunheimum síðustu vikur. Við tókum þátt í að setja upp atriði úr Grease ásamt hinum frístundaheimilunum í Breiðholti. Við höfum verið mikið úti að leika okkur, baka, föndra eitt og annað og svo er frjálsleikur alltaf vinsæll en þá erum við að leika okkur með playmó, lego, bílabrautina og fleira.
Kvikmyndaklúbburinn er á fullu og er verið að taka upp myndina á fimmtudögum.
Við erum að byrja með nýjan klúbb á föstudögum sem heitir Lestrarklúbbur en þar ætlum við að lesa fyrir börnin og eins geta börnin lesið þær bækur sem þeim langar til.
Barnamenningarhátíðin hefst á þriðjudaginn 9. apríl og tökum við þátt í henni eins og undanfarin ár. Í ár ætlum við að setja upp Vináttuteppi í Menningarmiðstöðin Gerðubergi. Vináttuteppi er samstarfsverkefni allra frístundaheimila í Breiðholti þar sem börnin hekluðu stykki sem er fest saman og myndar eitt teppi.
Við erum að byrja með páskaföndur þessa dagana sem börnin eru ánægð með. Foreldrakaffið verður fimmtudaginn 11. apríl n.k. kl 16 – 18 og eru foreldrar velkomnir til að föndra fyrir páskana, spjalla og fá sér létta hressingu.
Búið er að opna fyrir skráningu fyrir heila daga 15. – 17 apríl 2019. Mikilvægt er að skrá börnin ef það á að nýta plássið eingöngu eftir hádegi. Starfsfólkinu er raðað niður eftir þátttöku og til að tryggja öryggi barnanna. EKKI er tekið á móti óskráðum börnum fyrir hádegi. Borga þarf aukalega fyrir morguninn 2.071 Skráningin fer fram á Rafrænni Reykjavik https://rafraen.reykjavik.isog er síðasti skráningardagur mánudagurinn 8. april 2019.
  
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt