Fréttir frá Hraunheimum

 í flokknum: Hraunheimar

Kæru foreldrar og aðrir forráðamenn

Það búið að vera nóg um að vera hjá okkur síðustu vikur.

Klúbbastarfið er komið af stað og eru við meðal annars búin að vera bjóða upp á hekluklúbb sem hefur slegið mikið í gegn og eru börnin sérstaklega ánægð með kyrrðina sem það ríkir. Einnig höfum við verið með skákklúbb, smíðaklúbb, föndurklúbb, bakstursklúbb og pokémonklúbb. Svo höfum við verið að fara í íþróttahúsið í Fellaskóla á miðvikudögum.

Við höfum verið að taka mynd af sama staðnum einu sinni í mánuði og er það partur af þemaverkefni sem er um árstíðirnar. Við munum svo prenta út myndirnar svo börnin geti séð hvernig umhverfið breytist milli árstíða.

Svo er það Ljósmyndaverkið sem snýst um að þemað: Hvað lætur með líða vel. Þátttakendur í því verkefni eru 10 börn og fá þau ,,skema blað‘‘ til þess að lýsa því sem þau ætla að mynda og teikna grófa mynd.

Okkur þykir það mjög leitt að hjól barna hafa verið eyðilögð og beygluð fyrir utan Hraunheima. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir starfsmanna við börnin um að láta reiðhjól og hlaupahjól vera. Viljið þið vinsamlegast aðstoða okkur og ræða við börnin um að virða eigur annarra og bera virðingu fyrir hlutum sem.

Við minnum á lokað er á frístundaheimilum í vetrarfríinu sem er dagana 19, 20 og 23 október.

 

Bestu kveðjur,

Árbjörg og Stína

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt