Gleði á Ævintýranámskeiðinu í Álfheimum

 í flokknum: Álfheimar, Frístundaheimili (6-9ára)

Það hefur verið mikið fjör og mikið gaman á Ævintýranámskeiðinu í þessari viku. Við erum m.a búin að fanga Tröll sem birtist börnunum og náðum við sk

ottinu hans. Það var farin dagsferð í Viðey, það er ótrúlegt ævintýri fyrir marga að koma þangað, einnig voru búnar til vörður, farið í hópleiki áður en haldið var til baka.

Farið var í könnunarleiðangur í Öskjuhlíð, búin til Virki, skoðaðar gamlar rústir og endað á því að fara niður í Nauthólsvík.

Það hefur verið rigning og rok í vikunni en börnin sem og starfsfólkið hefur ekki látið það á sig fá heldur gerir það vikuna bara meira ævintýralega fyrir vikið 🙂

Á morgun ætlum við að eyða deginum í Gufunesbæ þar sem á að klifra upp klifurvegginn og leika okkur á þessu flotta útivistarsvæði. Einnig eru ótrúlega flottir strákar að koma og halda BMX hjólasýningu fyrir okkur, það verður gaman að loka vikunni með þessari flottu sýningu.

Það eru örfá pláss laus fyrir námskeiðið í næstu viku, Spæjarar og ráðgátur. Það verður rosalega spennandi ráðgáta sem börnin þurfa að leysa og fá þauspæjaraþjálfun til þess að leysa hana.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt