Góu-gleði, dagskrá vikunnar og heilir dagar.

 í flokknum: Vinasel

Takk fyrir frábæra Góu-gleði. Við vorum mjög ánægð með frábæra mætingu og vonum að þið hafið skemmt ykkur vel og verðið dugleg að hugsa um fræin sem þið gróður settuð.

Það er nóg að gera í þessari viku. Við verðum með leiki í íþróttasalnum og tónlistaverkefni á mánudaginn, bakstur og gróðursetningu á þriðjudeginum, Yoga og tónlistaverkefni á miðvikudaginn, vísindaklúbbur á fimmtudaginn og auðvitað fullt af öðrum skemmtilegum hlutum að gera. Dagskránna okkar í heild ásamt matardagskrá má skoða á slóðinni http://midberg.is/fristundaheimili-6-9-ara/vinasel/dagskra/

Í haust tóku 10 börn úr Vinaseli þátt í ljósmyndaverkefni þar sem þau áttu að taka mynd af einhverju í nærumhverfinu sem myndi láta þeim líða vel. Ásamt því að skrifa stutta lýsingu á myndinni. Núna loksins fá þau að sjá árangurinn og hann er ekki af verri endanum. Börnin sem tóku þátt í verkefninu fara á fimmtudaginn í Ráðhúsið í Reykjavík og fá þar afhenta ljósmyndabók með verkum sínum ásamt og geta skoðað myndirnar sínar og annara á veggjum Ráðhúsins. Foreldrar þessara barna verður boðið að koma og hefst viðburðurinn klukkan 15:30 og verður til klukkan 17:00. Við sendum börnin sem tóku þátt í verkefninu heim með boðskort í dag. Sýningin verður síðan sett upp í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi á Barnamenningarhátíð, 17. til 22 apríl, og er stefnan sett á að fara með börnin af frístundaheimilunum að skoða sýninguna.

Það verður heill dagur í Vinaseli 12.3. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða bara fyrir eða eftir hádegi.

Síðasti dagurinn til þess að skrá barnið er á mánudaginn 5.3.

Fyrir hina skipulögðu þá settum við inn heilu-dagana um páskana, 26.3, 27.3 og 28.3. Það er hægt að skrá börnin á þá en skráningu líkur 19.3.

Facebook hópurinn okkar heitir „Frístundaheimilið Vinasel 2017-2018” það er hægt að óska um aðild að hópnum á eftirfarandi vefslóð: https://www.facebook.com/groups/290015428073631/

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt