Góugleði á morgun, skráning fyrir næsta ár og heill dagur .

 í flokknum: Vinasel

Á föstudaginn (23.2) verður Góu-gleði á milli 15:30 og 17:00. Ætlum við að bjóða, mæðrum, ömmum og systrum í heimsókn í Vinasel. Við ætlum að fagna Góunni með því að bjóða börnunum og gestum að gróðursetja fræ sem börnin geta síðan tekið með sér heim og aðstoðað við að láta vaxa áfram. Það verða léttar veitingar í boði.

 Á miðvikudaginn næstkomandi (28.2) opnar fyrir skráningu fyrir 2.-4. bekk í frístunda fyrir skólaárið 2018-2019. Skráningin fer fram á Rafrænni Reykjavík (rafraen.reykjavik.is). Bið biðjum fólk endilega að skrá börnin tímalega þannig að við getum undirbúið okkur betur fyrir komandi vetur.

 Það verður heill dagur í Vinaseli 12.3. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða bara fyrir eða eftir hádegi.

Síðasti dagurinn til þess að skrá barnið er á mánudaginn 5.3.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt