Hæfileikakeppni frístundaheimilanna í Breiðholti og heilir daga.

 í flokknum: Vinasel

Eins og einhverjir foreldrar hafa fengið fregnir af þá er hæfileikakeppni frístundaheimilanna í Breiðholti á næstunni. Vinasel sendir tvö atriði í keppnina og verður forkeppni um hvaða atriði komast áfram í aðalkeppnina. Það er mikill áhugi hjá börnunum og verða keppendur sirka 40 talsins. Í þessari viku höfum við verið að kynna keppnina fyrir börnunum og að byrja að setja saman atriðin sem taka síðan þátt í forkeppninni sem verður haldin 31. janúar. Foreldrar eru auðvitað velkomnir á forkeppnina og við auglýsum hana betur þegar þær dregur.

Núna í janúar eru tveir heilir dagar. Sá fyrri er 15. janúar og sá seinni er 28. janúar. Síðasti skráningardagur fyrir heila daginn 15. janúar er í dag og síðasti skráningardagur fyrir heila daginn 28. janúar er 21. janúar.

Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is. Við tökum ekki við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað hefur klikkað í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt