Hæfileikakeppni, Öskudagur og vetrarfrí .

 í flokknum: Vinasel

Undirheimar verða staðsettir í Miðbergi í dag amk. Við höldum ykkur upplýstum um framvindun mála.

 Hæfileikakeppnin gekk ljómandi vel og stóðu börnin sig með prýði. Lokakeppnin fer síðan fram á föstudaginn næstkomandi í hátíðasal Breiðholtsskóla. Þar sem salurinn rúmar ekki nægilega marga þá getum við því miður aðeins tekið með okkur börnin sem eru að fara að keppa og ætlum jafnframt að bjóða foreldrum þeirra að mæta og horfa á. Nákvæm tímasetning kemur síðar.

 Við byrjuðum vikuna á að vera með Jóga og slökunarklúbb í íþróttasalnum. Það heppnaðist mjög vel og voru margir áhugasamir. Við ætlum að halda áfram og reyna að hafa slíkan klúbb í hverri viku. Í þessari viku ætlum við m.a. að hafa bakstursklúbb, vísindaklúbb gera perluskálar og ýmislegt fleira skemmtilegt.

 Í næstu viku er Öskudagur og er stefnan að hafa eitthvað fjör þá. Við látum ykkur vita á mánudaginn næsta hvernig framkvæmdin verður

 Það er vetrarfrí 15. og 16. febrúar. Þá er lokað bæði í skólanum og í Vinaseli.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt