Heilir dagar 21. janúar og 29. janúar, stjörnupartý næstu viku og vetrarfrí.

 í flokknum: Vinasel

Það eru tveir heilir dagar framundan í Vinaseli, 21. og 29. janúar. Skráningin er opin fyrir þessa báða daga. Henni líkur 15. janúar fyrir heila daginn 21. janúar og 22. janúar fyrir heiladaginn 29. janúar. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri.

Á dagskrá hjá okkur í Vinaseli á næstunni er að í næstu viku verður stjörnupartý á fimmtudaginn og fá börnin að kjósa hvað þau vilja gera á mánudag/þriðjudag. í vikunni 21.-25. janúar verður þorravika og ætlum við að hafa létta þorratengingu í starfinu þá vikuna.

Við biðjum foreldra um að vera duglega að upplýsa okkur ef einhverjar breytingar verða á tómstundaiðkun barnana

  1. febrúar verður lokað í Vinaseli vegna starfsdags. 25. og 26. febrúar er síðan vetrarleyfi og þá er lokað í skólanum og Vinaseli.

Ef þið þurfið að nálgast okkur í síma þá eru þetta númerin sem hægt er að hringja í:

Fyrir hádegi: 411-5762

Eftir hádegi: 664-4330

 

Magnús Loftsson, forstöðumaður: 695-5038

Jolanta Maszkiewicz, aðstoðarmaður forstöðumanns: 664-7686

 

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt