Heill dagur, Stjörnupartý og útinámsvika.

 í flokknum: Vinasel

Það er skipulagsdagur í Seljaskóla 9. október og þá verður heill dagur í Vinaseli. Á heilum dögum er lokað í skólanum en opið í Vinaseli allan daginn þ.e.a.s. frá kl. 8:00 – 17:00. Þessa daga þarf að skrá barnið sérstaklega og greiða fyrir sérstaklega. Síðasti dagurinn til þess að skrá barnið er 2. október (í dag). Þið skráið ykkur inn á Rafræna Reykjavík eins og þegar þið sóttuð um frístund upphaflega og veljið þar að skrá í lengda viðveru. Þar veljið þið dag og hvort barnið á að vera heilan eða hálfan dag. Ef þið þurfið aðstoð getið þið haft samband.

 

Það verður aldeilis fjör hjá okkur í þessari viku. Í dag fá börnin að njóta uppskeru erfiðisins síns og er Stjörnupartý. Börnin safna saman gullmolum í krukku sem þau fá fyrir að standa sig vel t.d. að vera dugleg að taka til, hafa hljóð í samveru og annað í þeim dúr. Þegar það er Stjörnupartý þá er pizza í matinn eða eitthvað í þeim svipað og við horfum á bíómynd. Það verður hægt að gera ýmislegt fleira eins og að fara í íþróttasal og ýmiskonar föndur verður í boði fyrir áhugasama.

 

Á þriðjudaginn byrjar síðan útinámsvika í Vinaseli. Við vonum að veðrið verði okkur hliðstætt. Við ætlum að gera ýmislegt skemmtilegt t.d. fara í ratleik, píluleik og kubb. Á föstudeginum ætlum við að hitta önnur frístundaheimili í Hólmaseli frá klukkan 14:15 til 15:15 og grilla pylsur og fara í leiki. Við verðum komin aftur í Vinasel um klukkan 15:30. Öll börn sem eiga að fara á æfingar á föstudeginum verða send á æfingar nema við fáum upplýsingar um annað.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt