Hrekkjavaka,söngur og lokað í álfheimum 07.11.2016

 í flokknum: Óflokkað

Vil byrja á því að tilkynna ykkur að Föstudaginn í næstu viku 18.nóvember munu Álfheimar vera lokaðir vegna starfsdags.
Mikið fjör og mikið gaman hefur verið seinustu vikur í Álfheimum. Starfið er farið vel af stað og erum við búin að skipta um þema. Fyrsta þema vetrarins var myndlist og máluðu þau börn sem vildu myndir af sér í anda Andy Warhol og var það í boði  2x í viku.

Það hefur orðið þemaskipti og nú erum við að vinna með tónlistarþema. Klúbburinn er val fyrir öll börn í Álfheimum og eru um tuttugu börn sem vilja vera í klúbbnum. Börnin eru að læra tvö lög, krummavísur og snjókorn falla. Börnin munu læra textana og æfa sig að syngja. Hópurinn ætlar að hitta önnur frístundaheimili og syngja þessi lög á torginu við Miðberg 1.desember.

Í seinustu viku buðum við börnunum upp á hrekkjavökuföndur, vorum með söguklúbb, ferðaklúbbur fór á bókasafnið í heimsókn, settum fram ný og skemmtileg leikföng, útiveru og okkar skemmtilega frjálsa val.

Í þessari viku ætlum við að halda áfram með söngklúbbinn okkar, gera sameiginlegt verkefni tengd baráttudegi gegn einelti sem er á morgun, hafa dansklúbb, íþróttaklúbb og ferðaklúbbur ætlar að fara í einhverja skemmtilega ferð.

Dagsetningar framundan:

  • Þriðjudaginn 8.nóvember er baráttudagur gegn einelti. Ætlum að gera vináttuverkefni með börnunum.
  • Föstudaginn í næstu viku 18.nóvember munu Álfheimar vera lokaðir vegna starfsdags.
  • Heill dagur er 30.nóvember.  Þá er skólinn lokaður en við bjóðum upp á vistun allan daginn en greiða þarf sérstaklega fyrir auka vistun á þeim dögum. Ekki er hægt að taka á móti börnum ef þau hafa ekki verið skráð þar sem við áætlum fjölda starfsamanna miðað við skráningu.

Skráningin á heila daginn fer eingöngu fram á netinu https://rafraen.reykjavik.is/pages/#logged-out og þarf að sækja um eigi síðar en 24.nóvember

  • 1.desember, foreldrakaffi og jólaföndur í Álfheimum.
  • 8.desember – Jólahúfudagur.
  • Heilir dagar (Skólinn lokaður, Álfheimar allan daginn gegn gjaldi per dag) um hátíðirnar eru 9 talsins, og því gott að fara leiða hugann að vistun fyrir þá daga. Búið er að opna fyrir skráningu þessa daga og er lokaskráningardagur á þessa heila daga er 15.desember.

 

Við minnum á að klæða börnin eftir veðri og mæli með að hafa auka leggings/buxur og sokka í töskunni.

Minnum á símanúmerin í Álfheimum og best er að hafa samband fyrir klukkan 13 með breytingar t.d á æfingum, labba/eða sóttur, einhver annar sækir og aðrar breytingar.

Álfheimar 664-4304 og 411-7553  alfheimar[hja]reykjavik.is  og tanja.osk.bjarnadottir[hjá]reykjavik.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt