Íþróttaæfingar, sumarnámskeið og næsta ár.

 í flokknum: Vinasel

Páskarnir gengu ljómandi vel. Við fórum í sund, það var útieldun, páskaeggjaleit og ýmislegt skemmtilegt.

Nú er veðrið á þessu landi aðeins að taka við sér þannig að við biðjum foreldra um að vera dugleg að láta okkur vita ef það breytist eitthvað í sambandi við íþróttaæfingar t.d. ef barnið á að ganga á æfingu í stað þess að taka rútuna. Það tekur oft óþarfa tíma að greiða úr flækjum sem myndast vegna skort á upplýsingum.

Skráning á sumarnámskeiðin í Vinaseli byrja 25. apríl. Þið fáið nánari upplýsingar um námskeiðin þegar nær dregur.

Við bendum foreldrum á að þau þurfa að skrá börnin í Vinasel (1-2. bekkur) og Regnbogann (3-4. bekkur) fyrir næstu önn. Við mælum með að foreldrar geri það sem fyrst. Í fyrra var biðlisti þannig að það gátu ekki öll börnin byrjað strax í frístund.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt