Íþróttavika, foreldrakynning og viðburðardagatal.

 í flokknum: Vinasel

Í þessari viku ætlum við að brjóta þetta aðeins upp og hafa íþróttaviku. Við verðum með eitthvað íþróttatengt alla daga vikunnar og markmiðið er að kynna börnunum fyrir einhverju nýju einhverju skemmtilegu og jafnvel einhverjum íþróttum eða leikjum sem þau hafa ekki prufað áður.

 Á mánudaginn næst komandi (7.9.) ætlum við að vera með foreldrakynningu í gegnum Zoom. Fara aðeins yfir helstu upplýsingar tengdum frístundaheimilinu. Kynningin verður klukkan 17:30 á Zoom. Við birtum hlekk á facebook hópinn okkar.  

Undirheimar verða opnir á þriðjudögum og föstudögum eins og staðan er í dag. Þannig að ef ef barnið er á karate æfingu á fimmtudögum þá þarf að sækja barnið eftir æfingu.

 Við biðjum foreldra að vera duglega að fylla út skráningablað á æfingar og tómstundir og uppfæra ef það eru einhverjar breytingar.

 Við minnum á Facebook hópinn. Hann heitir „Vinasel 2020-2021 foreldrahópur.” hægt er að óska um aðild að hópnum á eftirfarandi vefslóð:

 https://www.facebook.com/groups/2740154842917657/

 Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

 Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt