Kvennafrídagur, rútan og heill dagur.

 í flokknum: Vinasel

Sælir foreldrar

Við byrjum á smá orðsendingu varðandi kvennafrídaginn

Kvennafrí 2018 – WOMEN’S STRIKE

Samtök launafólks og samtök kvenna hvetja konur til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Við biðjum ykkur kæru foreldrar (feður) ef þið hafið tök á að vinsamlegast sækja börnin ykkar í frístund ekki seinna en kl. 14.40 til þess að kvenkyns starfsmenn okkar geti sótt samstöðufundinn á Arnarhóli.

Women are encouraged to leave work at 2:55 p.m. on Wednesday October 24th, 2018 to protest income inequality and sexual harassment and violence in the workplace. Our demand is Don’t Change Women, Change the World!

We ask that you dear parents (fathers) that if possible to please pick up your child from after-school no later than 14.40 so that all our female employees can attend the protst at Arnarhóll.

 

Vonandi áttuð þið gott vetrarfrí. Við í Miðbergi skemmtum okkur vel á Hrekkjavökuhátíðinni í gær og það var gaman að sjá mörg kunnugleg andlit sem mætu til þess að taka þátt í fjörinu.

Það verður smá breyting á tímafölunni á rútunni þannig að börnin sem eru að að fara í ÍR heimilið taka rútuna 14:45 og fara þá beint í ÍR heimilið og þurfa að bíða í styttri tíma þar eftir að æfingin byrjar.

Ný tímatafla tekur gildi 29. október n.k.:

14:10 – Íþróttahús Seljaskóla

14:15 – Hólmasel

14:20 – Ölduselsskóli (bílaplan fyrir framan skólann)

14:30 – Breiðholtsskóli (sundlaug)

14:40 – Austurberg íþróttahús

14:45 – Íþróttahús Seljaskóla

14:50 – Hólmasel

14:55 – ÍR-heimili

Það er heill dagur 31. október. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri.

Síðasti dagurinn til þess að skrá barnið er á 24.10.18Við bendum foreldrum á að ef þið fáið ekki staðfestingapóst um skráningu þá er barnið ekki skráð. Ef þið þurfið frekari leiðbeiningar eða aðstoð þá megið þið endilega hafa samband.

Við bendum foreldrum á að Vinasel er hnetulaust frístundaheimili. Það ber að hafa í huga þegar nesti fyrir börnin er valið.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt