Lokað 3. nóv í Vinaseli, lýðræðisdagur og heill dagur.

 í flokknum: Vinasel

Það er lokað í Vinaseli 3. nóv vegna starfsdags.

 Við  vorum að vinna að ljósmyndaverkefninu okkar í síðustu viku og voru krakkarnir á fullu að taka myndir. Þetta verkefni er samvinnu verkefni hjá öllum frístundaheimilum í Breiðholti og er hugmyndin sú að sína myndirnar á opinberum vettvangi, en meira um það síðar. Verkefnið hefur gengið vel og höfum við hugsað okkur að gera annað verkefni í Vinaseli þar sem við getum þá boðið fleirum að taka þátt.

 Í útinámsvikunni, sem var fyrr á þessari önn, fóru krakkarnir í bráðskemmtilegan ratleik og ætlum við að endurtaka leikinn á þriðjudaginn. Stefnum við síðan að því að hafa ratleiki, í ýmsum útfærslum, einu sinni til tvisvar í mánuði.

 Hrekkjavakan er alltaf vinsæl hjá krökkum og verður föndrið okkar í vikunni með hrekkjavöku blæ.

 Á fimmtudaginn ætlum við að hafa lýðræðisdag fyrir 2. bekk og í næstu viku verður lýðræðisdagur fyrir 1. bekk. Hann felur í sér að við skiptum börnunum í litla hópa og biðjum þau að koma með hugmyndir af hlutum sem snúa að frístundaheimilinu. Við ætlum m.a. að biðja þau um hugmyndir af hvernig leikföng við eigum að kaupa, hvernig klúbba við eigum að vera með og hvað þau vilji gera í útiveru. Við vonum að við fáum margar skemmtilegar og frumlegar hugmyndir frá krökkunum sem við getum notað til þess að bæta starfið okkar. Við vonumst einnig til þess að krakkarnir fái þá tilfinningu að þau hafi áhrif á það sem er að gerast í kringum sig og að þeirra raddir skipti máli.

 Þann 9. nóvember er foreldradagur í Seljaskóla. Þá er opið í Vinaseli allan daginn og er skráning hafin á rafrænni Reykjavík. Skráninga frestur er til 5. nóvember. Við bendum foreldrum á að ef þau vilja fá foreldraviðtal í Vinaseli þá  bjóðum við upp á það einnig 9. nóv en við óskum eftir því að fólk panti tíma amk tveimur dögum fyrr.

 Minnum foreldra á að merkja föt barnana.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt