Náttfatadagur og páskafrí

 í flokknum: Álfheimar

Í síðustu viku verður mikið fjör og gaman áfram.
Við byrjuðum vikuna með minecraftklúbbi, kapplakubbalistaverkavali og okkar flotta fjölbreytta og skemmtilega vali ásamt listasmiðju.
Á þriðjudeginum ákváðum við að hafa fánadag, þar sem börnin munu kynntust fánum heimsins og útbjuggu þá á mismunandi vegu. Á miðvikudeginum höfðum við æðislega vel heppnaðan hjóladag þar sem börnin komu með hjól/hlaupahjól og fóru í stutta ferð með starfsmönnum Álfheima. Dagurinn tókst rosalega vel og var gaman að sjá smá vorboða þrátt fyrir smá kulda. Á fimmtudeginum skipulagði barnaráð dagskrá Álfheima. Börnin völdu m.a
1. Það er Röndótt ÞEMA, börnin endilega koma í einhverju röndóttu, sokkum, eða öðru.
2. Matur: börnin völdu í matinn að hafa pítur.
3. Útivera: val um að fara í útiveru eða vera inni.
4. Val: Spila, Binnaskotbolti, Stöðvar í salnum og búa til pappírsmunna í Listasmiðju og baka kókoskúlur.
Mjög skemmtilegur dagur sem börnin eru búin að skipuleggja og verður stuð á RÖNDÓTTTA fimmtudeginum. 🙂

Opnað hefur verið fyrir skráningu á frístundaheimilin fyrir næsta haust, ég hvet ykkur til að skrá börnin á frístundaheimilin sem fyrst, þar sem oft myndast biðlistar á haustin.
Einnig að minna á skráningu fyrir heila daga í páskafríinu, seinasti dagur til að skrá á þá daga er í dag 12.03.

Í þessari viku.
Í dag hefjum við vikuna á þrautaklúbbi og origamigerð, á morgun verður söngklúbbur og slökunarklúbbur, á miðvikudaginn verður m.a listslökunarklúbbur og kaplakubbafjör, á fimmtudaginn verður söngklúbbur og barnaráð ákveður dagskrána okkar á föstudaginn.

Á MIÐVIKUDAGINN er, NÁTTFATA og Bangsadagur. Þá mega börnin taka með sér náttföt og bangsa, við ætlum að halda smá náttfatapartý. Hversu gaman

Fimmtudaginn í næstu viku 22.mars, ætlum við að halda páskaföndur og foreldrakaffi. Þá eru foreldrar/ömmur eða afar/systkini velkomin að koma og fá sér smá páskakaffi og taka þátt í páskaföndri með börnunum sínum. Foreldrakaffið er milli klukkan 16-18.

Dagsetningar framundan:
– 12.mars Seinasti dagur til að skrá á heila daga um páskana.
– 14.mars Náttfata og bangsadagur (börnin mega koma með náttföt og bangsa í Álfheima)
– 22.mars Foreldrakaffi og páskaföndur
– 26. mars Heilir dagar (Páskafrí skólans).
– 27. mars Heilir dagar (Páskafrí skólans).
– 28. mars Heilir dagar (Páskafrí skólans).
– 9-13.apríl Útinámsvika (börnin taka þátt í útinámi, alltaf mismunandi á hverjum degi 
– 18. Apríl (2.bekkur fer á kvikmyndahátíð)

Æfingar:
– Við viljum ítreka ef að breytingar verða á æfingum barnanna að þá þarf að skila inn blaði því til staðfestingar annars getum við ekki sent börnin á æfingar. Einnig ef börnin eru í pásu, mega ráða hvort þau fari á æfingarnar eða ekki þá verðum við að vita af því 🙂
Sími Álfheima 664-4304
tölvupóstur alfheimar@reykjavik.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt