Nýtt ár og nýjir klúbbar

 í flokknum: Álfheimar

Góðan daginn og gleðilegt ár. Álfheimastarfið er komið á fullt og allir að 0 stilla sig eftir jólafríið. Við byrjum nýtt ár með nýjum klúbbum, nýjum dagskráliðum og enn meira fjöri

Það er margt fjölbreytt og skemmtilegt framundan og endilega hvetja börnin til að taka þátt.

í þessari viku ætlum við að fara í sund, hafa jógaklúbb, minecraftklúbb, ferðaklúbb , fánaklúbb og tölvuklúbb.

Einnig verður okkar daglega frjálsa val (Lego, barbie, spila, lesa osfrv.. og listasmiðja í boði hverju sinni.

Æfingar:

– Við viljum ítreka ef að breytingar verða á æfingum barnanna að þá þarf að skila inn blaði því til staðfestingar annars getum við ekki sent börnin á æfingar. Einnig ef börnin eru í pásu, mega ráða hvort þau fari á æfingarnar eða ekki þá verðum við að vita af því 🙂 (það er eyðublað í viðhengi hér að ofan)

 

Skráningar fyrir  heilu dagana 29. Og 30. janúar lýkur mánudaginn 22.janúar.

Þessa daga er engin kennsla í skólanum, en Álfheimar opnir frá 08-17. Greiða þarf sérstaklega fyrir aukalega skráningu þessa daga.

 

Dagsetningar framundan:

– 15.-19.janúar, Þorravika og þorrablót Álfheima.

– 25.janúar Undankeppni Breiðholt Got Talent

(Hæfileikakeppni frístundaheimila)

– 29.janúar Heill dagur (Skráningu lýkur 22.janúar)

– 30.janúar Heill dagur (Foreldrar geta óskað eftir samtali við forstöðumann og/eða fengið umsögn um barnið sitt hvernig gangi í frístund í tölvupósti).(skráningu lýkur 22.janúar)

– 14.febrúar Öskudagur (skóli þangað til Álfheimar byrja 13:40)

– 15.febrúar Vetrarleyfi – skólinn og Álfheimar Lokað

– 16.febrúar Vetrarleyfi – skólinn og Álfheimar Lokað

– 22.mars Foreldrakaffi og páskaföndur

– 26. mars Heilir dagar (Páskafrí skólans).

– 27. mars Heilir dagar (Páskafrí skólans).

– 28. mars Heilir dagar (Páskafrí skólans).

Minnum alla á að kemba, það er búið að vera lús í skólanum sem hefur gengið erfiðlega að ná tökum á og því mikilvægt að allir séu duglegir að kemba reglulega.

Annars eru bara allir hressir og kátir, ef þið eruð með einhverjar athugasemdir eða spurningar þá hafið þið samband við Berglindi forstöðumann eða Tönju aðstoðarmann forstöðumanns.

 

 

Minnum alla á facebooksíðu Álfheima, hægt er að óska eftir aðgangi á þessari slóð https://www.facebook.com/groups/1404372073012918/

 

Sími Álfheima 664-4304

tölvupóstur alfheimar@reykjavik.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt