Reykjavík rokkar í Álfheimum

 í flokknum: Álfheimar, Frístundaheimili (6-9ára)

Við í Álfheimum ætlum að skoða fallegu borgina okkar í vikunni og látum ekki veðrið stoppa okkur. Byrjuðum í  nærumhverfi okkar og fórum í göngutúr að Hólmaseli og leituðum að geocatching kassa sem var falinn við tjörnina. Röltum svo yfir á skólalóðina hjá Ölduselsskóla og  lékum okkur þar. Fórum í Laugardalslaugina og Fjölskyldu og húsdýragarðinn á þriðjudaginn og heilsuðum upp á öll dýrinn. Í dag fórum við að veiða með háfum í Elliðardalnum, veiddum pappírsfiska í Álfheimum ásamt því að fara í marga skemmtilega leiki. Á morgun förum við  niðrí miðbæ og ætlum að fara  upp í Hallgrímskirkjuturn, heimsækja Ráðhúsið og fleiri áhugaverða staði í miðbænum. Við endum svo vikuna með að kíkja á Íshellinn í Perlunni og röltum svo niður í Öskjuhlíð til að athuga hvort virkið okkar frá ævintýranámskeiðinu standi enn. Svo verða Álfheimar lokaðir næstu 4 vikurnar og opnum aftur 13 ágúst með bakstursnámskeiði. Vinasel verður svo eina frístundaheimilið opið 6-10 ágúst.

.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt