Rokk í Reykjavík

 í flokknum: Álfheimar

Önnur vika sumarsins var Rokk í Reykjavík og var mikil og fjölbreytt skemmtun. Við fórum og lékum okkur við andapollinn í seljahverfi, fórum tipplandi á tánum út í eyju ásamt því að veiða síli. Margir voru blautir eftir ævintýrið og því var skellt sér í Árbæjarlaugina eftir hádegi til að ylja sér. Þá lá leiðin okkar í Fly Over Iceland, margir voru að fara í sitt fyrsta skipti og þetta alveg mögnuð upplifun. Þá fórum við í fræðslu og skemmtiferð í Árbæjarsafnið, þar fengum við að heyra um gamla tímana ásamt því að leika okkur með gömul leikföng. Við enduðum svo vikuna með því að fara á skauta og læra um íshokkí í Egilshöll og grilluðum pylsur og nutum veðurblíðunnar með bros á vör 😊

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt