Síðasti dagurinn, sumarnámskeið og sumarhátíð á föstudaginn.

 í flokknum: Vinasel

Þetta er orðið ansi stutt eftir af þessu skólaári. Síðasti dagurinn í Vinaseli er miðvikudagurinn 5. júní. Við opnum síðan aftur 11. júni þegar sumarnámskeiðin byrja. Skráningin fer fram á fristund.is. Ef námskeiðin hjá okkur í Vinaseli eru full þá eigið alltaf kost á að skrá börnin ykkar á önnur námskeið í hverfinu t.d. í Vinaheimum sem er í Ölduselskóla. Ég vill biðja ykkur að passa upp á með sumarnámskeiðin að ef þið hafið ekki fengið staðfestingapóst sendan um skráningu þá er barnið ekki skráð. Ég mæli því með að þið séuð með þessa hluti á hreinu þar sem við getum ekki veitt sama svigrúm á sumrin og veturna.

Á fimmtudag er uppstigningardagur og þá er lokað hjá okkur.

Á föstudaginn næstkomandi (31.5) ætlum við að hafa sumarhátíð í Vinaseli milli 15:00-17:00. Við hvetjum foreldra til þess að koma og njóta dagsins með okkur. Við ætlum að grilla pylsur og hafa gaman.

Ef þið þurfið að nálgast okkur í síma þá eru þetta númerin sem hægt er að hringja í:

Fyrir hádegi: 411-5762

Eftir hádegi: 664-4330

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt