Skráning í sumarfrístund er hafin

 í flokknum: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinaheimar, Vinasel

Í dag hefst skráning í sumarfrístund.

Í Breiðholti verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í sumarfrístund. Námskeiðin verða bæði í nærumhverfi og farið í lengri ferðir.
Unnið er með vikuþema á öllum frístundaheimilunum og mikið er lagt upp úr því að dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg og að allir geti fundið þar viðfangsefni við hæfi. Margt skemmtilegt verður brallað og verður hver vika helguð ákveðnu þema og má þar t.d. nefna Ólympíukrakka, Kassabíla og útinám, Bakstur- og sælgætisgerð og Leiklist og töfrabrögð.
Dagskrá Regnbogans og Hraunheima er sérsniðin fyrir 3. og 4. bekkinn þær vikur sem opið er og því aðeins sérhæfðari og meira krefjandi. Þegar lokun er í Regnboganum og Hraunheimum geta börnin sótt námskeið í Álfheimum, Vinaseli og Bakkaseli.

Náist ekki lágmarksþátttaka í einhverri viku, gæti þurft að sameina frístundaheimilið með öðru frístundaheimili þá vikuna og verða foreldrar þá látnir vita af breytingunni á föstudegi fyrir námskeið þegar skráningu lýkur.
Frístundaheimilin verða lokuð á mismunandi tímum og mismunandi lengi vegna sumarleyfa og bendum við foreldrum á að kynna sér opnunartíma starfsstaða. Hægt er að skrá í önnur frístundaheimili þegar „þitt“ frístundaheimili lokar.
Opnunartími frístundaheimilanna er frá kl. 8.00–17.00. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 08.30-12.00, 13.00-16.30 eða 09.00 – 16.00 og er fast vikugjald fyrir þann tíma. Hægt er að velja lengri vistunartíma og greiðist þá aukagjald fyrir þann tíma (sjá nánar í gjaldskrá).

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.fristund.is og skráning fer fram á sumar.fristund.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt