Sumarstarf Hellisins 2018

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Hellirinn

Félagsmiðstöðin Hellirinn býður upp á fjöldbreytt sumarnámskeið fyrir fötluð börn í 5.-10. bekk. Í ár verða námskeið í 9 vikur og hefst sumarstarfið 11. júní n.k. Í sumar verða námskeiðin aldursskipt annars vegar fyrir 5.-7. bekk og hins vegar fyrir 8.-10. bekk (með fyrirvara um það að það sé lágmarks skráning í hvorum aldursflokki fyrir sig annars er eitt námskeið fyrir alla).
Sumarnámskeiðin standa yfir frá 9-16 en einnig er hægt að óska eftir lengdri viðveru frá 8:00-09:00 og 16:00-17:00 sem greitt er aukalega fyrir

Lokað verður í Hellinum í 2 vikur frá 23. júlí – 6. ágúst að báðum dögum meðtöldum

Júní
11.-15.
18.-22.
25.-29.

Júlí
2.-6.
9.-13.
16.20

Ágúst
7.-10.
13.-17.
20.-21.

 

 

Opnað verður fyrir umsóknir kl. 10:00 25. apríl n.k.

Skráning fer fram í gegnum sumar.fristund.is​ og er skráð fyrir vikudvöl í senn.

Við viljum taka það fram að það eru nokkur pláss í boði í hverri viku og síðan verður boðið upp á að skrá sig á biðlista.  Við gerum okkar besta til þess að taka á móti öllum sem skrá sig en því fyrr sem þið skráið ykkur – því öruggari eru þið um að komast inn.

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarfi frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs.

Opið er fyrir skráningar á námskeið til 12:00 (hádegi) á föstudegi fyrir hvert námskeið (t.d. opið er fyrir skráningu á námskeiðið 11. -15. júní til föstudagsins 8. júní). Ef laust er á námskeið samþykkir forstöðumaður skráninguna.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið í frístundamiðstöðvar (helst fyrir hádegi) og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Þjónustuvers Reykjavíkurborgar (s. 411 1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.

Allar nánari upplýsingar veita þær Eva (664-7684) og Marin (695-5135)

 

english_upplsingar-um-sumarstarf-hellisins-2018-enska

upplsingar-um-sumarstarf-hellisins-2018-slenska

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt