Þá er starfið komið á fullt hjá okkur

 í flokknum: Hraunheimar

Við erum með íþróttaviku þessa vikuna og ætlum við að taka kynna eina íþrótt á dag og enda vikuna á að vera með haustfagnað milli kl. 15:00 – 16:30 og eru foreldar velkomnir til spreyta sig á skemmtilegum íþróttum með börnum sínum. Þau börn sem ekki eru skráð þennan dag eru velkomin með foreldrum sínum.
Við erum komin með íþróttahús einu sinni í viku á miðvikudögum í Fellaskóla og voru börnin mjög ánægð með að fara þangað í síðustu viku. Aðrir klúbbar sem við bjóðum upp á er skákklúbbur, heklklúbbur, föndurklúbbur, söguklúbbur, ferðaklúbbur og pokemonklúbbur.
Í síðustu viku var farið í Elliðaárdalinn til að týna laufblöð sem við ætlum að pressa og nota í föndur í vetur.
Minnum á mikilvægi þess að merkja útifatnað barnanna til að auðvelda bæði þeim og okkur að koma þeim í réttar hendur.
Minnum einnig á að mikilvægt er að skila inn skráningarblöðum til okkur til að tryggja að börnin séu send á réttum tíma á æfingar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt