Þá fer vetrarstarfinu okkar að ljúka en síðasti dagur vetrarfrístundar er föstudagurinn 2. júní

 í flokknum: Hraunheimar

Sæl

Þá fer vetrarstarfinu okkar að ljúka en síðasti dagur vetrarfrístundar er  föstudagurinn 2. júní.  Við ætlum að enda vetrarstarfið á að vera með party og bjóða upp á grillaða hamborgara, vera með andlitsmálningu og fara leiki.

Það sem við höfum verið að gera í vetur er eitt og annað.  Við höfum verið að fara niður í dal að veiða, fara í sund einu sinni í viku, perlur mikið notaðar allt frá  því að búa til perluskálar í að perlaðar hafa verið stórar myndir.   Við buðum upp á skartgripagerð og annað föndur.  Buðum upp á 4. bekkjarklúbb fyrir jól.  Playmó og legó var mjög vinælt ásamt kapplakubbum.   Pokemone klúbburinn var mjög vinsæll þar sem farið var í að veiða pokemona, heimsóttum Nexus  og  börnin föndruðu pokemona.

Við tókum þátt í sameiginlegum viðburðum með öðrum frístundaheimilum í breiðholti og má þar nefna Breiðholt got talent – frístundaheimilin, þar fengum við verðlaun fyrir „Hugrakkasta atriðið“ og „Bjartasta vonin“,  fórum á jólaball og öskudagsball  í frístundaheimilinu  Álfheimum.  Eurovisionpartý var haldið í íþróttahúsinu við Breiðholtsskóla og enduðum við á Filmunni sem er kvikmyndahátíðin  okkar og fengum við verðlaun fyrir „Best leiknu myndina“.

Á heilum dögum var farið í bæjarferðar og heimsóttum við Fjölskyldu og húsdýragarðinn ásamt því að labba niður Laugaveginn og endað á kaffihúsi.

Við erum með fullt borð af fötum sem eru í óskilum endilega kíkið við og athugið hvort barnið þitt eigi eitthvað.

Þriðjudaginn 6. júní er lokað í Hraunheimum vegna starfsdags barnastarfs.

Sumarstarfið hefst 8. júní í Hraunheimum.

Kveðja

Árbjörg – Stína – Stebbi – Halina -Hulda – Daníel -Siggi- Hrannar – Jenny- Karitas og Guðbjörg

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt