Þorravika, heill dagur 28.1.20 og hæfileikakeppni.

 í flokknum: Vinasel

Í þessari viku átti að vera þorravika en það eru mikil veikindi búin að vera að herja á okkur þannig að við höfum ekki getað haft þá dagskrá sem við vildum hafa. Þannig að við ætlum að gera verkefni í staðinn tengd þorranum núna í lok þessarar viku og byrjun næstu. Á mánudaginn (27.1) hvetjum við svo feður/afa eða til þess að sækja börnin í frístund og líta inn til okkar í kaffisopa og smakka smá þorramat milli 16:00-17:00.

Ég framlengdi frestinn til þess að skrá börnin á heilan dag í næstu viku til klukkan 11:59 í kvöld. Heili dagurinn er 28.1.20. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is. Við tökum ekki við óskráðum börnum. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað hefur klikkað í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

Undankeppnin fyrir hæfileikakeppnina verður haldin 31.1 á föstudeginum. Við ætlum að láta foreldra vita betur um tímasetningar  þegar nær dregur. En okkur finnst líklegt að við látum keppnina byrja klukkan 15:00 miðað við stöðuna í dag.

Við minnum foreldra á að það er á þeirra ábyrgð að láta okkur vita ef æfingar falla niður. Við miðlum auðvitað þeim upplýsingum sem við fáum.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

Ef þið þurfið að nálgast okkur í síma þá eru þetta númerin sem hægt er að hringja í:

Fyrir hádegi: 411-5762

Eftir hádegi: 664-4330

Magnús Loftsson, forstöðumaður: 695-5038

Jolanta Maszkiewicz, aðstoðarmaður forstöðumanns: 664-7686

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt