Þorravika, þorrakaffi og hæfileikakeppni.

 í flokknum: Vinasel

Það er þorravika í Vinaseli þessa vikuna. Við ætlum að leyfa börnunum að smakka þorramat og gera föndur m.a. tengt íslenskum rúnum. Það verður þorrafræðsla þar sem við ræðum við börnin um þorrann.

Á föstudaginn (19.1.18) verður þorrakaffi fyrir feður, afa eða frændur barnanna á milli 16:00 og 17:00. Vonandi sjáum við sem flesta.

Við biðjum foreldra um að vera dugleg að upplýsa okkur um breytingar á tómstundum barnanna eða ef æfingar falla niður.

Í síðust viku byrjuðum við að kynna hæfileikakeppni frístundaheimilanna fyrir börnunum og er þó nokkrir búnir að skrá sig. Þetta er árlegur viðburður sem hefur tekist mjög vel. Öll börnin í Vinaseli eiga kost á að taka þátt verður undankeppninni sem verður í Vinaseli 1. febrúar. Í undankeppninni komast tvö atriði áfram í aðalkeppnina sem er í Hátíðarsal Breiðholtsskóla 9. febrúar. Þannig að fram að keppninni verðum við að hjálpa börnunum að útfæra og æfa atriðin sín.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt