Upplýsingapóstur.

 í flokknum: Vinasel

Vinasel opnar í dag fyrir 2. bekk og á mánudaginn fyrir 1. bekk. Við erum búin að reyna að hafa samband við alla foreldra sem eiga hjá okkur umsókn og erum búin að ná í lang flesta. Það er mannekla hjá okkur og þess vegna geta ekki öll börnin fengið fulla vistun.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði núna fyrstu vikuna meðan starfið er að komast af stað og við að kynnast börnunum sem eru að byrja hjá okkur.

Í Vinaseli er farið í útiveru á hverjum dagi. Það er því mikilvægt að börnin séu með föt við hæfi.

Þegar börnin eru sótt þarf að láta starfsfólk vita þannig að við getum merkt barnið út á mætingarlistanum okkar.

Í vetur verðum við með Facebook hóp (group) fyrir foreldra. Hópurinn verður lokaður og aðeins fyrir foreldra barna í Vinaseli að hverju sinni. Tilgangurinn er að auka upplýsingaflæðið til foreldra, að auðvelda okkur að deila myndum og gagnlegum upplýsingum til ykkar á aðgengilegri hátt. Við viljum að foreldrar noti tölvupóst áfram til þess að koma upplýsingum til okkar og spurningum og athugasemdum. Við áskilum okkur rétt til að eyða athugasemdum sem okkur finnst ekki eiga heima á þessum vettvangi. Við munum halda áfram að senda tölvupóst til foreldra. Facebook hópurinn heitir „Vinasel 2019-2020 foreldrahópur.” hægt er að óska um aðild að hópnum á eftirfarandi vefslóð:

https://www.facebook.com/groups/375074206509501/

Nú fara íþróttaæfingar og aðrar tómstundir að hefjast hjá börnunum. Með þessum pósti er skjal sem foreldrar verða að fylla út ef að  starfsfólk Vinasels á að senda börnin á æfingar eða aðrar tómstundir. Blaðinu má skila rafrænt eða út prentuðu. Íþróttarúta ÍR gengur frá Vinaseli í Austurberg á hverjum degi og fá börnin fylgd frá starfsmanni Miðbergs frá Vinaseli í rútuna. Það er á ábyrgð foreldra að láta Vinasel vita ef tómstundir falla niður og biðjum við ykkur að passa upp á að hafa gott upplýsingaflæðið. Að gefnu tilefni bendum við á að börnin eiga ekki að bera ábyrgð á því að miðla til okkar upplýsinga um hvort þau eigi að fara á æfingar eða ekki, það er á ábyrgð foreldra.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

Ef þið þurfið að nálgast okkur í síma þá eru þetta númerin sem hægt er að hringja í:

Fyrir hádegi: 411-5762

Eftir hádegi: 664-4330

 

Magnús Loftsson, forstöðumaður: 695-5038

Jolanta Maszkiewicz, aðstoðarmaður forstöðumanns: 664-7686

 

Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt