Vetrarfrí, Leikrit og öskudagur

 í flokknum: Álfheimar

Nú er seinasta vikan í febrúar að æða áfram 😊

Við erum búin að halda skemmtilegt þorrakaffi og góukaffi og þökkum við fyrir frábæra mætingu.

Einnig tóku tvö atriði þátt frá Álfheimum í Breiðholt Got Talent og stóðu börnin sig mjög vel.

 

Í þessari viku er nóg af fjöri, í gær var bolludagurinn og var börnunum boðið upp á bollu í tilefni dagsins. Á morgun er öskudagur, þá eru Álfheimar opnir eins og venjulega og ætlum við að halda öskudags diskótek.

Föstudaginn 28.02.20 og mánudaginn 02.03.20 er vetrarfrí og því lokað bæði í skólanum og í Álfheimunum.

 

Mánudaginn 02.03.20 verður fjölskylduskemmtun á torginu hjá Miðbergi. Það verður boðið upp á grillaðar pylsur, Tarsanleik, Zumba, föndur, andlitsmálning, grímugerð og fleira fjör.

 

Tarsanleikurinn fer fram í íþróttahúsinu í austurbergi frá kl 13:00-14:00.

Önnur dagskrá fer fram á torginu hjá Miðbergi/Gerðubergi  frá kl 14:00-16:00.

 

Einnig viljum við minna á að 17.mars er heill dagur í Álfheimum og lýkur skráningu fyrir þann dag 10.MARS. Ekki verður hægt að taka á móti óskráðum börnum þann dag, óskum eftir að tímaramminn verði virtur.

 

Einnig er leikhópur núna sem ætlar að syngja og dansa við leikritið Benedikt Búálfur. Sýningin fer fram föstudaginn 13.mars í sal Breiðholtsskóla, foreldrum þátttakenda verður boðið á sýninguna og fara boðsmiðar heim þegar nær dregur.

 

Minnum á að hringja og senda tölvupósta fyrir kl 12:30 ef það eru einhverjar breytingar á vistun barnanna, mikið álag er á frístundaheimilinu eftir hádegi og því meiri lýkur á misskilningi eða mistökum ef það er verið að hringja mikið inn eftir hádegi.

 

Bestu stuðkveðjur frá Áflheimum

 

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt