Vinavika, fatahengi og heill dagur.

 í flokknum: Vinasel

Í síðustu viku var vinavika hjá okkur í Vinaseli. Við gerðum skemmtileg verkefni og áttum góðar umræður um vináttu. Núna á föstudaginn ætlum við að síðan að hafa uppgjör vináttuviku og eiga skemmtilegan dag með börnunum. Við erum miklir aðdáendur lýðræðis og þátttöku barnanna í að hafa áhrif á og að aðstoða okkur við að móta dagskránna. Við ætlum því að láta þau kjósa um hvað þau vilja gera og hvað þau vilja hafa í matinn á þessum uppgjörsdegi.

 

Við erum búin að vera í miklu basli með fatahengið okkar eins og mörg ykkar hafa tekið eftir. Við ætlum að hafa átak í þeim málum í næstu viku og gera auknar kröfur á börnin um að ganga betur frá fötunum sínum og fylgjast betur með fatahenginu eins og við höfum tök á (við erum enn þá undir mönnuð). Við erum búin að tala við kennarana í 1. bekk þar sem þeir eru að glíma við sömu vandamál og við og þeir eru tilbúnir að taka þátt í þessu átaki með okkur. Við óskum líka eftir að foreldrar ræði við börnin sín um hvernig eigi að ganga frá eigum sínum og mikilvægi þess að bera líka virðingu fyrir eigum annara.

 

Það er heill dagur Vinaseli, 23. október Skráningu líkur 14. október. Á heilum dögum þarf að skrá börnin sérstaklega. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir tíma fyrir hádegi og ef barnið á ekki pláss á þessum dagi. Skráningin fer fram á umsokn.fristund.is, við munum ekki taka við óskráðum börnum. Foreldrar þurfa að skrá börnin sama hvort þau séu allan daginn eða fyrir eða eftir hádegi. Börnin eiga að vera með tvö nesti og klædd eftir veðri. Við bendum foreldrum á að það hefur komið oftar en einu sinni fyrir að foreldrar halda að þeir hafi skráð barnið en eitthvað hefur klikkað í ferlinu. Þannig að ef þið hafið ekki fengið staðfestingu í tölvupósti þá er barnið ekki skráð.

 

Dagana 24.-28. október er vetrarfrí og þá er lokað í Vinaseli og í Seljaskóla.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt