Vinavika, lýðræðisverkefni og leiklistarklúbbur.

 í flokknum: Vinasel

Dagur gegn einelti er 8. nóvember og af því tilefni ætlum við að hafa vinaviku í Vinaseli. Við ætlum bæði að eiga spjall við börnin um þessi málefni, fara í leiki gera vinabönd og horfa á myndir sem fjalla um einelti. Verður vonandi áhugaverð og skemmtileg vika hjá okkur.

 Við klárum lýðræðisverkefnið okkar á miðvikudaginn þegar krakkarnir í 1. bekk sitja fyrir svörum um frístundaheimilið sitt og hvernig þau vilja hafa það.

 Við byrjum með leiklistaklúbb í vikunni og ætlum við að setja upp, ásamt öðrum frístundaheimilum í Breiðholti, Skilaboðaskjóðuna. Meira um það síðar.

 Það er heill dagur 9. nóvember. Börnin fá hádegismat í Vinaseli og þurfa því að koma með tvö nesti og auðvitað klædd eftir veðri.

 Það glötuðust strigaskór í Vinaseli í síðustu viku. Endilega hafið augun opinn ef barnið ykkar hefur tekið með sér skó heim í misgripum, sett í íþróttatöskuna t.d.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt