Vinavika og samflot

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

 

Vinavika 2 er gengin í garð og verða krakkarnir aftur í litahópum og gera ýmis verkefni saman.

Við ætlum svo að enda vikuna á smá partíi, gulu þema og umræðu um vináttu og einelti.

Samflot sem er nýr klúbbur hjá okkur byrjaði í seinustu viku og gekk rosa vel,

12 börn eru í hóp að hverju sinni og munu þið fá tölvu- og töskupóst þegar barnið ykkar getur farið þá viku 😊.

Á miðvikudaginn 6.nóv. opnar fyrir skráningu fyrir heilan dag þann 27.nóv. og lokar fyrir skráningu þann 20.nóv.

Hún Berglind forstöðumaður Álfheima varð fyrir því óheppilega atviki að slíta hásin og verður frá starfi mögulega fram að áramótum.

Tanja Ósk aðstoðarmaður hennar mun sinna hennar störfum á þeim tíma og biðjum við ykkur

að senda alla pósta á alfheimar[hjá]rvkfri.is en ekki beint á Berglindi.

 

 

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt