Skráning á næsta skólaár, styrkur og viðburðir fram undan

 í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar og forráðamenn

 

Núna í seinustu viku opnaði skráning í frístund fyrir næsta haust og mælum við með að þið skráið börnin ykkar sem fyrst svo hægt sé að manna vetrarstarfið að fullu svo það myndist ekki biðlistar þar sem börn í 1 bekk hafa forgang að plássum.

 

Í dag mánudaginn 8.mars opnar fyrir skráningu á heila daga yfir páskana sem líkur svo 22.mars og verður skráningin þá bindandi eftir það. Dagarnir sem um ræðir eru 29, 30 og 31. mars.

Minnum á að börnin þurfa að vera bæði vel klædd til útiveru og með tvö holl og góð nesti.

 

Í æstu viku (15-19 mars) verðum við með vinaviku þar sem við stokkum barnahópnum upp í nokkra blandaða hópa sem munu fara í leiki og verkefni saman í vikunni. Von okkar er sú að uppúr þessu myndist nýjar vináttur og börnin kynnist fleiri börnum innan hópsins.

Hafa ótrúlegustu og ólíklegustu vinátturnar myndast í þessum vinavikum hjá okkur í gegnum árinn og hlökkum við til að sjá hverjar munu koma út frá þessari viku 😊

Við endum svo vikuna með léttu pizzu og danspartýi þar sem farið verður í skemmtilega hópleiki meðal annars.

 

Athugið hvort þið eigir rétt hér á auka frístundastyrk upp á 45.000kr

Lengdur umsóknarfrestur er til 15 apríl nk.

• Hér er tengill beint á island.is þar sem hægt er að kanna sinn rétt til styrksins.
• Hér fylgir með linkur með texta frá fjölmenningarsetrinu sem er á 11 tungumálum um styrkinn
• Og hér læt ég fylgja með link á myndbönd sem útskýra styrkinn enn betur
Einnig er hér er linkur með uppfærðum algengustu spurningum kringum frístundina, skráningu, sumarið og margt annað
Minnum einnig á stafrænu handbókina okkar sem við uppfærum reglulega

ásamt facebook síðu Álfheima ef þið eruð ekki nú þegar á henni 😊Álfheimar 2020-2021 foreldrar og forráðamenn (skólaár)

Kær kveðja

Starfsfólk Álfheima

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt