Fréttir, Afmæli, leiklist og skuggaleikhús.

 í flokknum: Óflokkað
Kæru foreldrar/forráðamenn
Í þessari viku erum við með hefðbundið val, ásamt því verðum við með listahugleiðslu, leirklúbb, Beiblade klúbbur og pókemon klúbb á föstudaginn.
Frístundaheimlið Álfheimar eiga 20ára starfsafmæli í ár og verður haldið afmæliskaffi núna á fimmtudaginn 1. desember frá klukkan 15:30-17:30. Hvetjum alla foreldra til að mæta og eiga tíma með börnunum sínum og gæða sér á afmælisköku.
Leiklistaræfingar Benedikt Búálfs eru í fullum gangi hjá 2.bekk og verður sýning hjá þátttakendum haldin 8. desember í sal Ölduselsskóla. Tímasetning kemur síðar og foreldrar þeirra barna hvattir til þess að mæta á sýninguna 😊
Við erum með skemmtilegt þema þessa dagana og erum við að undirbúa með börnunum Skuggaleikhús. Börnin sem hafa áhuga munu taka þátt í að setja upp leiksýningu sem verður auglýst síðar.
Jólafrí skólans byrjar 22. desember. Álfheimar verða opnir fyrir þau börn sem skráð eru. (skráningu lýkur föstudaginn 9.desember).
Við viljum minna á að mikilvægt er að börnin séu með aukaföt í töskunni ásamt regnfötum og/eða öðrum hlýjum fatnaði, þar sem að við reynum að nýta okkur útiveruna vel á þessum tímum. Það er að byrja kólna og vettlingar og húfa mikilvæg.
Við erum að byrja þessa dagana á jólaföndri og jólaskreyta hér í Álfheimum og því fer að koma mikilstemning og hlökkum við til að hefja aðventuna.
Hér er að finna afmælisboð Álfheima vegna fimmtudagsins 1.des
 
Dagskrá fyrir þessa vikunnar er hér að ofan 
Eigið góða viku sem fram undan er.
Kær kveðja Starfsfólk Álfheima
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt