í flokknum: Álfheimar

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Það er mikið líf og fjör í Álfheimum þessa dagana. Starfið komið á fullt skrið eftir hátíðarnar og erum við að fara inn í nýtt þema, Harry potter þema. Börnin horfa á fyrstu tvær myndirnar, föndra allskyns Harry potter tengt, t.d. sprota og fl. Taka þátt í alskyns galdra leikjum og reynum við að nýta ímyndunaraflið til að hafa þetta sem fjölbreyttast og skemmtilegast.

Hvetjum ykkur til að kíkja reglulega á óskilamunina hjá okkur og minnum á að merkja sem flest þar sem gríðarlegt magn af ómerktum óskilamunum hafa safnast upp hjá okkur.

Það er búið að vera kalt og verður kalt – minnum á að senda börnin vel búin þar sem við förum út nánast daglega að leika í tæpan klukkutíma. Hafa auka föt með í töskunni og ágætt að segja frá því að það er spáð mikilli rigningu seinnipartinn í vikunni og þá er gott að vera með regnföt, hlý innanundirföt og góð stígvél.

Breyting hefur orðið á Pokémonklúbbnum, sem verður núna framvegis á fimmtudögum í stað föstudaga. Ástæðan er að við erum einfaldlega betur mönnuð á fimmtudögum og það er svolítið umgang í kringum klúbbinn. Það hefur komið upp að börnin eru að skipta á pokémonunum og sjá svo eftir því, mikilvægt er að taka umræðuna líka heima varðandi þessa skiptingu. Við förum vel yfir reglur og reynum að vera þeim sem best innan handar.

Frístund Got Talent er hæfileikakeppni frístundaheimilana í Breiðholti. Börnin hafa tækifæri á að velja sér atriði til þess að æfa næstu tvær vikurnar og haldin verður undankeppni 2.febrúar og þá kemur í lj´so hvaða tvö atriði Álfheimar velja til að fara í aðalkeppnina sem verður haldin 10 febrúar. Í dag og á morgun ætlum við að taka niður skráningar fyrir þau börn sem vilja taka þátt. Æfingar hefjast svo strax í vikunni. Við biðjum ykkur að taka þessa umræðu heima og hvetja börnin til þess að taka þátt í undankeppninni 😊 Mjög skemmtileg og flott keppni og það má gera allt milli himins og jarðar, syngja, dansa, töfrabrögð, íþróttaæfingar, eða hvað sem börnunum dettur í hug.

Heilir dagar eru í Álfheimum 7 og 8.febrúar og seinasti skráningardagur fyrir þessa heilu daga er 29.janúar. Skráningar fara fram á vala.fristund.is

Ásamt þessu öllu verður okkar hefbundna val þessa vikuna – kubbar, just dance, búningar, perlur, dúkkó, fótboltaspil og fleira.

Bestu kveðjur, Starfsfólk Álfheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt