Álfabyggð í Fella og Hólakirkju

 í flokknum: Álfheimar, Bakkasel, Hraunheimar, Regnboginn, Vinaheimar, Vinasel

Í vetur hafa börnin á frístundaheimilunum í Breiðholti unnið föndurverkefni undir handleiðslu Tönju Bjarnadóttur sem hefur flakkað á milli frístundaheimilanna og leiðbeint við verkefnið.

Börnin útbjuggu álfahús og íbúa úr endurunnum efnivið að mestu og er afraksturinn til sýnis í næstu viku í Fella og Hólakirkju í tengslum við Barnamenningarhátið.
Þar má sjá sex álfaþorp og íbúa þeirra til sýnis og er virkilega gaman að sjá sköpunarkraftinn hjá börnunum.

Álfaþorpin verða til sýnis sem hér segir:

  1. apríl frá klukkan 13-16
  2. apríl frá klukkan 13-16
  3. apríl frá klukkan 13-18
  4. apríl frá klukkan 13-16

Við hvetjum ykkur til að kíkja við og skoða verk barnanna.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt