Appelsínugul veðurviðvörun og barnalýðræði

 í flokknum: Vinasel

Það er appelsínugul veðurviðvörun í dag. Þannig að það er gott að fylgjast með veðrinu. Eins og staðan er núna mega börnin labba heim úr Vinaseli og látum við ykkur vita í tölvupósti og á Facebook ef það breytist.

Við erum að einbeita okkur að barnalýðræði þessa dagana. Við erum búin að vera kynna hugmyndakassann okkar fyrir börnunum og þar geta börnin sett sínar hugmyndir um hvað þau vilja bæta, breyta, borða eða kaupa í Vinaseli. Í síðustu viku vorum við með barnaráð. Við völdum handahófskennt í barnaráðið, góða blöndu úr báðum árgöngum. Barnaráðið valdi síðan nokkrar hugmyndir um eitthvað til að gera og eitthvað til að borða. Barnahópurinn fær síðan að kjósa um þessar hugmyndir. Þegar börnin eru búin að kjósa þá teljum við atkvæðin og á fimmtudaginn ætlum við að framkvæma það sem fékk flest atkvæði og að hafa eitthvað meira skemmtilegt að gera.

Minnum á að skila inn blöðum fyrir íþróttir og aðrar tómstundir. Það hefur gengið vel þetta árið og hvetjum við foreldra til að halda áfram að upplýsa okkur um breytingar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt