Bakkasel – Mikilvægar upplýsingar

 í flokknum: Bakkasel, Ekki forsíða

Kæru foreldrar/forráðamenn.

 

Nú er vetrarstarfið hafið í Bakkaseli veturinn 2017-2018.

Við viljum fara yfir helstu  grunnupplýsingar sem nauðsynlegt er að allir kynni sér.

 

Forstöðumaður Bakkasels heitir Tryggvi Dór Gíslason og aðstoðarforstöðumaður Sigrún Ósk Arnardóttir.
Í Bakkaseli er frístundastarf fyrir 1 – 4. bekk. Starfsemin hjá okkur er tvískipt, annars vegar 1-2. bekkur og hinsvegar 3-4. bekkur.

 

Við notum mikið facebooksíðu Bakkasels til að koma upplýsingum á framfæri og deila myndum úr starfinu og því bið ég ykkur að sækja um aðgang í grúppuna.
https://www.facebook.com/groups/144656436127590/

 

Einnig setjum við inn fréttir á heimasíðuna okkar www.midberg.is/bakkasel
Þar er einnig kynning á starfsmönnum Bakkasels og ýmsar frekari upplýsingar.

 

Ef barnið á að fara úr Bakkaseli á æfingar þá þarf að fylla út meðfylgjandi blað og skila til okkar.

 

Starfsmannalega séð stöndum við mjög vel, það eru nánast allir starfsmenn Bakkasels frá því í fyrra sem ætla að halda áfram og því helst mikilvæg reynsla hjá okkur sem skilar sér í betra starfi og meiri stöðugleika.

Ef að börnin ykkar verða lasin eða eru í fríi þá óskum við eftir að þið tilkynnið það einnig til okkar í Bakkasel.

 

Best er að hafa samband við Bakkasel í gegnum tölvupóst  bakkasel@reykjavik.is
Síminn er 664-4184 og á starfstíma Bakkasels frá 13-17 er starfsmaður alltaf með þennan síma hjá sér og tekur við skilaboðum um heimferðatíma barnanna og slíkt.
Ef þið hinsvegar þurfið að ræða málefni barnanna sérstaklega er sjálfsagt að hafa samband við Tryggva í s: 695-5039 eða Sigrúnu í s: 695-5089 en best er að slík símtöl fari fram á morgnana eftir því sem kostur er til að við séum sem minnst trufluð í daglegu starfi með börnunum.

 

Við leggjum mikið upp úr því að tryggja öryggi barnanna og því bið ég ykkur ávallt að láta okkur vita ef þið komið og sækið barnið að tilkynna starfsmanni Bakkasels það.

Við erum með mætingarlista þar sem við merkjum börnin inn og út og því mikilvægt að upplýsa starfsmann um að barnið sé að fara.

 

Ef það eru einhverjar spurningar, eitthvað sem þið eruð ósátt með eða óörugg með þá um að gera hafa samband strax við okkur og við leysum úr því.

 

Bakkasel lokar kl. 17:00 og því mikilvægt að öll börn séu sótt fyrir þann tíma.

 

Við minnum á að nauðsynlegt er að merkja öll föt barnanna ykkar vel og klæða börnin eftir veðri.

Hafa auka sokka, nærbuxur, buxur og bol í töskunni.

 

Í viðhengi er skráningarblað fyrir íþrottaæfingar


Bestu kveðjur og ósk um gott samstarf í vetur

Tryggvi Dór og Sigrún Ósk

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt