Bakkinn, Hólmasel og 111 verða rafrænar félagsmiðstöðvar

 í flokknum: Bakkinn, Hólmasel, Hundraðogellefu

English below

Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar með hertum aðgerðum stjórnvalda í samkomubanni hefur verið tekin sú ákvörðun að loka félagsmiðstöðvunum í Breiðholti frá og með, þriðjudeginum 24. mars. Þetta er gert til þess að fækka smitleiðum og minnka þar með smithættu þar sem heilbrigðisyfirvöld óska eftir því að samgangur milli fólk sé sem allra minnstur. Í staðinn fyrir opnanir í félagsmiðstöðvum munum við halda úti dagskrá á Instagram eins og við höfum verið að gera samhliða opnunum. Þar höfum við verið með keppnir og áskoranir af ýmsu tagi sem unglingarnir geta tekið þátt í heima fyrir. Við værum þakklát ef þið mynduð hvetja ungmennin ykkar til að bæta okkur við, þ.e. þau sem nota þennan samfélagsmiðil. Við erum að leita annarra leiða til að halda rafrænu starfi gangandi en í gegnum samfélagsmiðla en eins og staðan er í dag höfum við ekki aðra lausn.

Notendanöfnin eru:

bakkinn

holmasel

hundradogellefu

Okkur hlakkar til að koma starfinu aftur í sitt rétta horf og óskum ykkur góðs gengis á þessum óvissutímum.

 

Considering the circumstances that have arisen with the tightening of the government’s actions in the ban on assembly, it has been decided to close the youth centers in Breiðholt as of Tuesday 24 March. This is done to reduce the risk of transmission, thereby reducing the risk of infection, as health authorities wish to minimize the connection between people. Instead of opening the youth center, we will keep an agenda on Instagram as we have been doing alongside the openings. There we have held competitions and challenges of various kinds for the youngsters to participate in at home. We would be very grateful if you would encourage your young people to join us. We are trying to find out another way to run a viral youth center then through social media.

Usernames are:

bakkinn

holmasel

hundradogellefu

We look forward to reopen our youth clubs and we wish you good luck during these times of uncertainty.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt