Barnalýðræði – kosning um nafn á sjónvarpsherberginu í Hellinum

 í flokknum: Hellirinn, Óflokkað

Í Hellinum leggjum við mikið upp úr því að þátttakendur hafi áhrif á starfið, bæði dagskrá, síðdegishressingu sem og húsnæðið og útbúnað.

Í október var ákveðið að leyfa þátttakendum í barnahelli að kjósa um nafn á sjónvarpsherberginu.

Dagana 14. – 21. október var hugmyndasöfnun. Þrjár hugmyndir voru settar í hugmyndaskassann:

  • Sjónvarpið mikla
  • Presturinn
  • Meistarinn

Kosning fór fram í vikunni eftir vetrarfrí 27.-30. október og voru 22 á kjósendaskrá. 19 nýttu sér atkvæðarétt sinn og skiptust atkvæði þannig:

Presturinn: 2 atkvæði

Sjónvarpið mikla: 7 atkvæði

Meistarinn: 8 atkvæði

Auðir og ógildir seðlar: 2

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt