Barnasáttmálinn, starfsdagur og vetrarfrí.

 í flokknum: Vinasel

Við erum búin að vera duglega að nota góða veðrið síðustu vikur og vera mikið úti. Haustið var nú farið að gera vart við sig í síðustu viku samt. Í útiveru erum við líka með skipulagða dagskrá fyrir þá sem vilja og erum við dugleg að fara í leiki og hafa gaman.

Í þessari viku erum við að byrja á skemmtilegu verkefni  sem börnin geta valið sig í þar sem við kynnum börnunum fyrir greinum í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

 Það er starfsdagur há okkur í Vinaseli 9. október og þá er lokað í Vinaseli.

 Á foreldradaginn 21. október er opið hjá okkur og geta foreldrar skráð börnin í lengda viðveru gegn auka gjaldi. Við förum betur yfir það þegar við opnum fyrir skráningu.

22.-26. október er Vetrarfrí og þá er lokað í Vinaseli.

 Minnum foreldra á að vera dugleg að senda okkur línu ef það verða breytingar með æfingar eða aðrar upplýsingar sem við þurfum. 

 Við bendum á að ef það á að breyta um dagafjölda í Vinaseli þá þarf að gera það fyrir 15. hvers mánaðar.

Tölvupósturinn er lesin fyrir til klukkan 12:00. Ef þið þurfið að koma upplýsingum til okkar eftir þann tíma þá þurfið þið að hringja.

Ef þið þurfið að nálgast okkur í síma þá eru þetta númerin sem hægt er að hringja í:

Fyrir hádegi: 411-5762

Eftir hádegi: 664-4330

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt